
TEYMIÐ OKKAR

EIGANDI, LISTRÆNN STJÓRNANDI, KENNARI
ELMA RÚN KRISTINSDÓTTIR
Elma hefur sótt fjölmörg námskeið í söng, leiklist og dansi hérlendis og erlendis, m.a. stundað sviðslistanám í New York og Barcelona. Hún er meðal annars viðurkenndur acrobatic kennari frá Acrobatic Arts. Elma hefur komið fram í fjölmörgum sýningum í gegnum árin en fyrsta atvinnusýningin sem hún tók þátt í var uppfærsla á We Will Rock You í Háskólabíói haustið 2019. Þaðan lá leiðin til Akureyrar þar sem hún dansaði í Chicago hjá Leikfélagi Akureyrar. Elma var danshöfundur og dansari í Söngvakeppninni 2024 & sá um dans og sviðhreyfingar af Línu Langsokk í Þjóðleikhúsinu. Hún hefur einnig unnið fjölmarga heimsmeistaratitla sem danshöfundur fyrir söngleikja- og dansatriði sín á Dance World Cup, heimsmeistaramótinu í dansi.
Netfang: elma@ungleikhusid.is
_edited.jpg)
KENNARI
DILJÁ PÉTURSDÓTTIR
Diljá útstkrifaðist úr Complete Vocal Institute árið 2020 og hefur síðan þá starfað sem söngkona í ýmsum verkefnum. Hún hefur verið í gospelkór frá grunnskólaaldri, hefur sungið og samið tónlist fyrir sjálfa sig og hljómsveitir sem hún hefur verið í en árið 2024-2025 var hún hluti af Stuðlabandinu. Árið 2023 sigraði hún Söngvakeppnina með laginu
Power og tók þátt fyrir Íslands hönd í Eurovision.

KENNARI
SIGGA ÓZK
Sigga Ózk er söngkona og leikkona. Hún stundaði nám í Söngskóla Sigurðar Demetz við Söngleikjadeild og kláraði miðprófið þar í tónfræði og söng. Hún er með B.Ed. gráðu frá Kennaraháskóla Íslands og diplómu frá popp-tónlistarskólanum LIMPI í Noregi.
Hún tók þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins árið 2023 og 2024 og starfar nú sjálfstætt sem tónlistarkona með meiru.

KENNARI
BRYNDÍS BJÖRK GUÐJÓNSDÓTTIR
Bryndís Björk Guðjónsdóttir hefur æft dans frá tveggja ára aldri hjá ýmsum dansskólum en lengst hjá Danskompaní. Bryndís hefur tekið að sér fjölda verkefna hér á landi en hún dansaði t.d í nokkrum atriðum í Söngvakeppni sjónvarpsins árið 2024 undir stjórn Elmu Rúnar. Einnig hefur Bryndís farið sigurför í keppninni Dance World Cup þar sem hún hefur keppt frá árinu 2021 og unnið sér til fjölda verðlauna. Hún hefur meðal annars unnið sér til sex gullverðlauna, ein silfurverðlaun, ein bronsverðlaun og tvenna Gala verðlauna.
Bryndís hefur verið mjög virk í verkefnum Ungleikhússins en hún hefur tekið þátt í flestum þeirra.

KENNARI
JÚLÍ MJÖLL
Júlí Mjöll er útskrifað með BA gráðu í Musical Theatre frá Institution of the Arts Barcelona. Þar tók hán þátt í uppsetningum á söngleikjunum The Prom, We Will Rock You, Into The Woods og Wild Party (LaChiusa version). Hán hefur einnig sótt fjölmörg dans-og sviðslistanámskeið í bæði New York og London. Júlí kenndi í 5 ár hjá Danskompaní, bæði dans og leiklist en hefur einnig kennt á fleiri námskeiðum hérlendis.

KENNARI
DAGBJÖRT KRISTNSDÓTTIR
Dagbjört hefur verið dansandi síðan áður en hún man eftir sér. Hún æfði dans í 14 ár hjá DansKompaní og kenndi þar fjölmörgum hópum í rúm 6 ár. Dagbjört hefur tekið þátt í Dance World Cup nokkrum sinnum með mjög góðum árangri. Hún tók þátt í uppsetningu á Fyrsta Kossinum hjá Leikfélagi Keflavíkur árin 2021-2022 sem dansari og leikari. Hún hefur auk þess dansað og leikið í nokkrum tónlistarmyndböndum og auglýsingum, og örlítið í sjónvarpi.

AFLEYSINGAR
BALDVIN ALAN
Baldvin Alan er fjölhæfur dansari og danshöfundur. Hann lærði dans og fleiri sviðslistir í Wilkes Academy of Performing Arts í Bretlandi og Mather Dance Company í Kaliforníu. Baldvin hefur unnið mikið bæði á sviði og í sjónvarpi yfir undanfarin ár. Nokkur dæmi eru meðal annars: Eurovision 2025, Söngvakeppni Sjónvarpsins, Áramótaskaupið, Vikan með Gísla Marteini, ÁSDÍS (fyrir Zara Larsson), Blái Hnötturinn, Vodafone, Prince’s Trust, Wasteland, The Color Run, We Will Rock You, Billy Elliot, og PATR!K. Hann hefur kennt dans í Bandaríkjunum, Kanada, Bretlandi og Íslandi, og elskar ekkert meira en að deila ástríðu sinni fyrir dansi með nemendum sínum.

KENNARI
JÓN SIGURÐUR GUNNARSSON
Nonni er meistaranemi í sviðslistum við Listaháskóla Íslands þaðan sem hann lauk BA námi í skapandi tónlistarmiðlun árið 2022. Hann er landsliðsmaður í áhaldafimleikum og vinnur sem sirkuslistamaður, með sérhæfingu í handstöðu, loftfimleikum og akróbatík. Fimleika- og tónlistarhæfnin hefur leitt hann um kabarettsenuna í Reykjavík og New York yfir í söngleikjauppfærslur á borð við Gosa, We will Rock You og Við erum hér. Nonni hefur unnið með Hringleik og Sirkus Íslands, Circus Aotearoa á Nýja Sjálandi, Ballet Merveilles de Guinée og BoCirk í Tékklandi, auk þess sem hann hefur sýnt listir sínar á flestum sviðum Íslands í samstarfi við skrautlega hópa listafólks.

AFLEYSINGAR
FANNÝ LÍSA HEVESI
Fanný Lísa Hevesi er útskrifaðist með láði úr Performance Preparation Academy (PPA) með BA-gráðu í söngleik árið 2024 en skólinn er staðsettur í Guildford, Englandi.
Í skólanum lék Fanný marga mismunandi karaktera, líkt og Lenoru í Cry Baby, Jesus í Jesus Christ Superstar og Dominu í A Funny Thing Happened on the Way to the Forum. Áður en hún var í PPA var hún nemandi í Full Time Foundation Course í ArtsEd, einum virtasta listaháskóla Englands, þaðan sem hún útskrifaðist árið 2021 með láði.
Á Íslandi lærði Fanný söng í Söngskóla Sigurðar Demetz og lék hlutverk eins og Fjólu í 9 to 5 og Heiði Chandler í Heathers. Hún útskrifaðist með framhaldspróf í klassískum söng með Sigrúnu Hjálmtýsdóttur sem kennara en fyrir það lærði hún söngleikjasöng hjá Valgerði Guðnadóttur og Þór Breiðfjörð. Aðrar uppfærslur sem Fanný hefur tekið þátt í eru Ávaxtakarfan sem Eva Appelsína í Hörpu, Kardemommubærinn í Þjóðleikhúsinu (sýningar féllu þó niður vegna Covid), Kabarett og Krúnk krúnk og dirrindí á vegum Leikfélags Akureyrar, Phantom of the Opera á vegum Sinfonia Nord í Hörpu, Töfraflautan fyrir börn og Ævintýraóperan Baldursbrá, auk þess sem hún var meðlimur í barnakór Íslensku óperunnar í uppsetningu hennar á Carmen og La bohéme í Hörpu.
Núna er hún á fullu að æfa sem dansari í Borgarleikhúsinu í uppfærslu þeirra á Moulin Rouge.

GESTAKENNARI
BETHANY KATE
Beth útskrifaðist úr London Studio Centre árið 2018. Beint eftir útskrift fékk hún hlutverk í Matilda the Musical á West End og í kjölfarið kom hún fram í Cats the Musical hjá Royal Caribbean, UK túrnum af Bring it on og nú hefur hún nýlokið sýningum af Shrek the Musical bæði UK túrnum og í London. Beth er núna á UK og Ireland túr í sýningunni Hamilton.
Beth kemur til með að koma inn sem gestakennari í PPU og vinna með okkur að skemmtilegum verkefnum! Við erum dásamlega heppin að fá hana með okkur inn í Ungleikhúsið!

GESTAKENNARI
ARON GAUTI KRISTINSSON
Aron Gauti Kristinsson Osom er atvinnu sviðslistamaður sem hefur meðal annars verið í sýningunum Frost og Kardemommubænum í Þjóðleikhúsinu. Aron byrjaði að feta sig áfram í leik og söng árið 2015 og byrjaði síðan í dansi og leiklist hjá Danskompaní árið 2016. Síðan þá hefur Aron æft hjá ýmsu fagfólki á Íslandi sem og erlendis og tekið þátt í mörgum verkefnum hér á landi. Hann æfði kvikmyndaleik hjá sviðslistarskólanum Dýnamík í eitt ár og lærði hann mikið þar. Árin 2023 og 2024 tók Aron þátt í Dance World Cup með Team Danskompaní og Team Iceland þar sem hann hefur unnið sér til margra verðlauna. Þar hefur hann unnið fjögur gullverðlaun, tvenn silfurverðlaun og tvenn Gala gullverðlaun. Haustið 2024 mun Aron hefja söngleikjanám við Arts Educational í London.
Aron hefur unnið náið með Ungleikhúsinu síðasta árið og er mjög spenntur fyrir komandi tímum.




